sunnudagur, júní 29, 2014

Reykurdalur



Í síðustu hjólheztaferð hjóladeildar var það neglt niður að það skyldi hjólað í Reykjadal miðvikudaginn 02.júlí með það að megin markmiði að skella sér í árshátíðarbaðið. Líkt  og flest öll þjóðin veit þá hefur sú hefð skapast innan þessa félagsskapar að skella sér í bað í Reykjadal sömu viku og skundað er á hina árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.
Veit ekki alveg með tímasetningu á hitting á miðvikudag. Fer eftir vinnutilhögun hjá einhverjum en að amk er staðurinn að sjálfsögðu Gasstöðin og sjálfsagt í kringum kl:1900

Kv
Hjóladeildin

2 ummæli:

  1. mæti gallvaskur í baðfötunum

    SvaraEyða
  2. Það er sérdeilis aldeilis prýðilegt að heyra. Stefni á það sama nema kannski að maður sleppi baðfatnaði í þetta sinn

    SvaraEyða

Talið!