fimmtudagur, júlí 05, 2012

Og það var árshátíð


Nú um síðustu helgi var haldið sem leið lá í Bása á Goðalandi til þess að fagna þar hinni árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og þeirri 13.í röðinni. Einhverrja hluta vegna var frekar fámennt þetta árið, ekki ósvipað 2004 árshátíðinni, en auðvitað góðmennt. Eins og er ætíð. Óhætt samt að fullyrða að margra fastagesta var saknað. En þeir V.Í.N.-verjar sem þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
Yngri Bróðirinn
Erna Hérna
Maggi á Móti
Elín
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Raven
Bergmann
Ýr
Hnikarr
Björgvin

Svo var auðvitað fullt af fylgifiskum, sem er bara vel.

Á fimmtudeginum fóru tveir gildir limir + 1 inneftir. Höstluðu þar flötina góðu og höfðu það bara gott í bjórsötri og almenni afsleppi. Svo fór að bætast í hópinn eftir því sem leið á flöskudaginn og alveg fram á laugardag.
Eftir að það hætti að skúra á flöskudagskveldinu má segja að það hafi tekið við rjómablíða og vel hægt að safna Tevufari á laugardeginum. Svo var skellt sér í Stakkholtsgjá og gengið alveg inn að botni. Eftir þessa heilzurækt tók bara eldamennzka við og ljúfleg heit. Alla vega ef einhver hefur áhuga þá má skoða myndir frá helginni hér

Kv
Árshátíðarnemdin